18.09.2023 2.S í fræðslu- og menningarferð Bekkurinn 2.S er staddur í Kaupmannahöfn þar sem hann verður fram á fimmtudag í fræðslu- og menningarferð styrkta af Erasmus. Bekkurinn hefur verið heppinn með veður og í gær fékk hann skemmtilega leiðsögn um borgina. Á morgun munu nemendurnir heimsækja NGK bekkinn. NGK bekkurinn samanstendur af nemendum frá Danmörku, Færeyjum, Íslandi og Grænlandi. Nemendur í NGK dvelja í Danmörku fyrsta árið og stunda nám í Gribskov Gymnasium. Á haustönn á öðru ári verða nemendur í Færeyjum. Skólinn þar heitir Miðnám og er á Kambsdal. Vorönnin verður á Íslandi í Verzlunarskólanum. Þriðja og síðasta árið verða nemendur á Grænlandi í GUX sem er í Sisimiut.