
Áhugavert og skemmtilegt foreldrakvöld: foreldrar spurðu, skólastjóri svaraði
Foreldrakvöldið sem haldið var í gær, þriðjudaginn 25. mars, heppnaðist afar vel og var bæði fræðandi og skemmtilegt.
Jóhanna Vilhjálmsdóttir fjölmiðlakona og fulltrúi í foreldraráði skólans átti innihaldsríkt samtal við GunnIngu skólastjóra þar sem farið var um víðan völl varðandi skólastarfið. Foreldrar fengu tækifæri til að senda inn spurningar sem skólastjóri svaraði af einlægni og sköpuðust líflegar og áhugaverðar umræður. Nemendur skólans sáu um skemmtiatriði kvöldsins og stóðu sig með mikilli prýði. Jón Arnór á 3. ári flutti frumsamið lag, Snæbjartur og Þorsteinn á 2. ári tóku tvö lög saman og Emil Smári á 1. ári flutti eitt lag fyrir gesti.
Kvöldinu lauk svo á notalegu kaffispjalli á Marmaranum þar sem foreldrar fengu tækifæri til að ræða saman í afslöppuðu andrúmslofti.