17.12.2024 Andlát Þorbjörg Bjarnar Friðriksdóttir, fyrrum kennari við Verzlunarskólann lést 1. desember síðastliðinn, 95 ára að aldri. Hún kenndi við skólann í áratugi, fyrst árin 1955 til 1967 og svo frá 1978 til ársins 1995 þegar hún lauk störfum sökum aldurs. Lengst af kenndi hún þýsku og ensku en einnig kenndi hún dönsku og sögu fyrstu árin. Við þökkum Þorbjörgu Bjarnar fyrir árin öll og farsælan kennsluferil innan Verzlunarskólans og sendum hugheilar samúðarkveðju til fjölskyldu hennar.