Athugið! Uppfært skóladagatal 2023-2024

Á starfsmannafundi 3. maí síðastliðinn var tekin ákvörðun um að gera breytingu sem miðar að því að jafna fjölda símatsáfanga og áfanga með lokanámsmat í próftöflu milli brauta og lína. Markmiðið er að allir nemendur, óháð braut, línu eða árgangi hafi að jafnaði lokanámsmat í þremur áföngum í próftöflu og þá að þrír til fjórir áfangar á hverri önn verði í símati hjá hverjum nemanda.

 

Þessari ákvörðun fylgja breytingar á áður auglýstu skóladagatali. Settir verða tveir námsmats- og jöfnunardagar inn á miðja önnina og verða þeir í tengslum við haustfríið. Hefðbundin kennsla skv. stundaskrá fellur niður en nemendur mega þó eiga von á sjálfstæðri verkefnavinnu eða verkefnaskilum þessa daga.

Tengil í uppfært skóladagatal næsta skólaárs má finna hér

Aðrar fréttir