17.10.2013 Bekkur mánaðarins Í anda þeirra gilda sem skólinn starfar eftir verður í hverjum mánuði valinn bekkur sem þykir vera til fyrirmyndar. Við val á bekk mánaðar er meðal annars horft til: – Námsástundun, þ.e. vinnusemi í tímum (hæfni). – Mætingar. (ábyrgð). – Umgengni um stofuna, flokkun á rusli o.fl. (ábyrgð/virðing). – Framkomu nemenda við kennara og aðra starfsmenn (virðing). – Samskipti innan bekkjar (vellíðan). – Ýmislegt fleira kemur síðan til greina sem gerir bekkinn verðugan til að fá titilinn Bekkur mánaðarins. Tilnefningar koma frá starfsmönnum og eru verðlaunin frí máltíð í Matbúð fyrir alla í bekknum. Vonandi verður þetta hvatning til nemenda um að standa sig vel sem heild og vera til fyrirmyndar. Bekkur septembermánaðar er 5-A. Bekkurinn gengur vel um stofuna sína og mæting er góð. Nemendur eru jákvæðir til vinnu og öll samskipti við þá eru þess eðlis að kennarar njóta samverunnar með þeim.