22.01.2015 Bersamótið – handboltamót framhaldsskólanna Bersamótið – handboltamót framhaldsskólanna, var haldið laugardaginn 17. janúar í íþróttahúsinu við Strandgötu. Nemendafélag Flensborgarskólans í Hafnarfirði stóð fyrir viðburðinum. Verzlingar mættu ákveðnir til leiks og sigruðu alla leikina sem þeir spiluðu og urðu sigurvegarar mótsins að degi loknum. Sigurvegararnir fengu afhentan bikar Bersamótsins en hann mun verða varðveittur í verðlaunaskáp Verzlunarskólans.