18.05.2020 Birting einkunna og prófsýning Einkunnir birtast í INNU þriðjudaginn 19. maí klukkan 18:00. Prófsýning verður rafræn í ár. Nemendur, sem óska eftir að sjá úrlausnir sínar í öðrum prófum en tekin voru í INNU, geta sent póst á kennara sína milli 8:30 og 10:00, miðvikudaginn 20. maí. Þeim póstum sem berast á réttum tíma verður svarað samdægurs en öðrum póstum munu kennarar svara við hentugleika. Endurtektarpróf fara fram 27., 28. og 29 maí. Próftaflan mun birtast á heimasíðunni í vikunni.