Bókasafn VÍ

Bókasafnið er staðsett á fjórðu hæð skólans. Mjög góð vinnuaðstaða er fyrir nemendur, þar sem nemendur geta annars vegar valið sér einstaklingsborð og hins vegar lítil og stór hópvinnuborð. Á safninu eru sæti fyrir 110 nemendur, þar er einnig hópvinnuherbergi sem nemendur hafa aðgang að. Á neðri hæð bókasafnsins er lesstofan okkar, þar eru 30 lesbásar og á því svæði ríkir mikill vinnufriður.

Afgreiðslutími bókasafnsins er eftirfarandi:
Mánudaga – fimmtudaga kl. 8:00 – 19:00
Föstudaga kl. 8:00 – 15:00

Starfsmenn:
Klara Hauksdóttir Bókasafnsstjóri klarah@verslo.is
Þóra Ólafsdóttir Bókasafns- og upplýsingafræðingur thora@verslo.is
Dana Björk Erlingsdóttir Afgreiðsla dana@verslo.is

Þjónusta:
Bókasafnið veitir nútímalega, fjölþætta og persónulega þjónustu og styður við nám og kennslu við skólann. Þjónusta við nemendur felst einkum í faglegri upplýsingaþjónustu, útlánum, leiðbeiningum og kennslu við heimildaleit og heimildaskráningu og margs konar námsaðstoð.

Útlán:

Á bókasafninu er mjög mikið úrval bóka og eru flestar bækur með 30 daga útlán. Nemendur hafa einnig aðgang að öllum kennslubókum sem kenndar eru við skólann en þær eru einungis lánaðar til notkunar á bókasafninu eða í kennslustundum. Fartölvur, vasareiknar, heyrnatól og fleiri tæki eru einnig með sama útlánartíma og kennslubækur.

Við hlökkum mikið til að sjá ykkur á bókasafninu í vetur.

Aðrar fréttir