21.05.2016 Brautskráning stúdenta Brautskráning stúdenta fer fram í Háskólabíói þann 28. maí næstkomandi. Athöfnin hefst klukkan 14:00 (stúdentsefni mæta klukkan 13:15) og má reikna með að hún standi yfir í um tvo og hálfan tíma. Að brautskráningu lokinni ganga stúdentar að aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem tekin verður mynd af hópnum. Gera má ráð fyrir því að það taki u.þ.b. hálftíma.