25.09.2024 Fánadagur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna Í dag er fánadagur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Af því tilefni var fáni heimsmarkmiðanna dreginn að húni við skólann þar sem skólinn er UNESCO skóli. Tilgangur fánadagsins er að minna á mikilvægi heimsmarkmiðanna en í næstu viku munu nemendur á fyrsta ári einmitt vinna þróunarverkefni sem tengist heimsmarkmiðunum.