Ferð til Manlleu

Vikuna 5. til 12. nóvember héldu 5 spænsku nemendur úr 2-D í námsferð til Manlleu, í Katalóníu héraði.

Nemendur gistu hjá spænskum félögum sínum og kynntust skólanum þeirra og umhverfi. Farið var í skoðunarferð um Manlleu þar sem nemendur fengu leiðsögn um gamla bómullarverksmiðju sem nú er orðið að safni. Einnig voru bæirnir Vic, Tossa de mar og Girona heimsóttir ásamt dagsferð til Barcelona þar sem hópurinn fékk leiðsögn um vísindasafnið CosmoCaixa.  

Nemendur unnu markvisst með menningarlæsi, fóru í kennslustundir þar sem spænska var kennd með smásögum og í gegnum núvitund og hugleiðslu. 

Aðrar fréttir