
Fjármálalæsi kennt í öllum bekkjum á fyrsta námsári
Grunnáfangi í hagfræði og fjármálalæsi er kjarna námsgrein á öllum brautum Verzlunarskóla Íslands.
Við kennslu áfangans er notast við nýja bók sem ber heitið Snjöll skref í fjármálum eftir Gunnar Baldursson.
Það er virkilega ánægjulegt að segja frá því að samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) gáfu skólanum 380 bækur sem skólinn lánar svo nemendum áfangans.
Bókin er einstaklega vel uppbyggð með það að markmiði að vekja áhuga ungs fólks á fjármálalæsi og mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin fjármálum.
Skólinn þakkar Gunnari Baldurssyni fyrir að taka saman námsefni sem höfðar til nýnema í framhaldsskóla og er þeim aðgengilegt.
Bækurnar voru afhentar í dag þeim 369 nýnemum sem hófu nám í skólanum í vikunni. Við tekur spennandi haustönn hjá nemendum í áfanganum sem skilar þeim læsari á eigin fjármál út í lífið.