Fjórði NGK bekkurinn á Íslandi

Í byrjun janúar mættu hressir krakkar frá Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi og settust á skólabekk í Versló.

Þetta er fjórði NGK bekkurinn sem fer á milli landa, byrjar í Danmörku, fer svo til Færeyja og síðan til okkar á seinni önn annars árs. Lokaárið og stúdentsprófið taka þau svo í Sisimiut á Grænlandi. Þau munu taka að fullu þátt í skólalífinu, vera með í öllum helstu viðburðum og tengjast skólalífinu. Þetta verkefni er eiginlega flaggskip hins öfluga alþjóðastarfs skólans og einstakt á heimsvísu þar sem fjölþjóðleg stúdentspróf er fyrirbæri sem ekki er auðfundið! Erlendu nemendurnir búa hjá íslenskum fjölskyldum og samstarfið við þær hefur alltaf gengið mjög vel, og er það verðmæt viðbót við upplifun nemendanna á Íslandi. Við bjóðum þennan glæsilega hóp velkomin og hvetjum alla sem að skólastarfinu koma að gera dvöl þeirra sem besta og lærdómsríkasta!

Nýr bekkur hóf vegferðina sína í haust og eru nú í Danmörku. Átta íslenskir nemendur frá Íslandi í þeim bekk. Innritun fyrir næsta ár er hafin og er til 1. mars. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á ævintýralegri menntaskólagöngu að kynna sér Norður-Atlantshafsbekkinn (NGK)

Aðrar fréttir