24.10.2012 Fjórir Evrópumeistarar í Verzlunarskólanum Eins og alþjóð veit varð íslenska landsliðið í hópfimleikum Evrópumeistari í greininni um helgina, bæði í kvenna- og stúlknaflokki. Verzlunarskólinn átti fjóra fulltrúa, þrjár í kvennaliðinu og eina í stúlknaliðinu. Þær Glódís Guðgeirsdóttir (6-R), Rakel Tómasdóttir (6-F) og Sólveig Bergsdóttir (6-U) eru Evrópumeistarar í kvennaflokki og Sara Margrét Jóhannesdóttir (3-U) í stúlknaflokki. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hve frábær þessi árangur er en Verzlunarskólinn óskar stelpunum innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur. (Smellið á myndirnar til að stækka þær)