18.11.2024 Foreldrakvöld 20. nóvember Foreldrakvöld haustannar verður haldið miðvikudaginn 20. nóvember 2024 í Bláa sal Verzlunarskólans. Dagskrá kvöldsins: 19:45-20:00 Aðalfundur foreldrafélagsins 20:00-20:45 Fræðslufyrirlestur og kærleikshringur með Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur og nokkrum nemendum Verzlunarskólans 20:45-21:00 Kaffi 21:00-21:30 Skemmtun með Eyþóri Inga Gunnlaugssyni Dóra Guðrún Guðmundsdóttir mun halda stuttan fyrirlestur um jákvæða sálfræði og stjórna „kærleikshring“ ásamt nokkrum nemendum Verzlunarskólans. Þeir sem eru í salnum fá tækifæri til að taka þátt í samtalinu. Dóra Guðrún er sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu, doktor í sálfræði, kennslustjóri í jákvæðri sálfræði við Háskóla Íslands, og forseti Evrópusamtaka um jákvæða sálfræði. Eyþór Ingi Gunnlaugsson tónlistarmaður, sem er löngu orðinn landsþekktur fyrir frábæran söng, leik og óviðjafnanlega eftirhermuhæfileika, mun sjá um skemmtun kvöldsins. Eyþór keppti meðal annars í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2013 með lagið „Ég á líf“, sem fram fór í Malmö. Foreldrar nemenda Verzlunarskólans hafa fjölmennt á foreldrakvöldin og því mikilvægt að koma tímanlega. Við hlökkum til að sjá ykkur.