Frönskukeppni 2025: Verzlunarskólanemendur vinna til verðlauna

Í marsmánuði er hátíð franskrar tungu haldin hátíðleg um allan heim og af því tilefni var haldin hin árlega frönskukeppni grunn- og framhaldsskóla í húsakynnum Alliance française við  Tryggvagötu.

Keppnin var haldin í samvinnu Félags frönskukennara á íslandi, Sendiráðs Frakklands á Íslandi og Alliance française á Íslandi.

Þema keppninnar í ár var « Votre monde de demain. Votre vision du monde dans l‘avenir » eða Heimur morgundagsins. Sýn ykkar á framtíðina“

Keppendur tóku flutning sinn upp á myndband og máttu leika sér með formið að vild; myndskreyta, leika, syngja og dansa.  Myndbandið mátti ekki vera styttra en þrjár mínútur og ekki lengra en fimm mínútur.

Nemendur Verzlunarskóla Íslands stóðu sig einstaklega vel og hlutu þrenn verðlaun af fimm mögulegum.

Sigurvegarar keppninnar voru þeir Óskar Breki Bjarkason, Þorsteinn Ari Þorsteinsson og Þór Pétursson. Þeir voru vel að verðlaununum komnir og óskum við þeim innilega til hamingju! Sjá myndband þeirra hér: Les Seuls

Sérstök verðlaun hlutu þær Iðunn Björnsdóttir og Kristín Lóa Candy fyrir einstaklega vel unnið myndband.

Þriðja sætið hrepptu Aldís María Gylfadóttir og María Kristín L. Jónsdóttir.

Að lokum er vert að minna á að:
„Góð tungumálakunnátta eykur samkeppnishæfni unga fólksins okkar á vinnumarkaði, gerir þeim kleift að starfa á alþjóðavettvangi og síðast en ekki síst eykur hún víðsýni og opnar dyr að öðrum menningarheimum – ekki bara Frakklandi heldur frönskumælandi löndum um allan heim.“

 

Aðrar fréttir