08.05.2024 Fyrirtækið Netaprent valið fyrirtæki ársins 2024 30 fyrirtæki frá 15 framhaldsskólum tóku þátt í úrslitum Fyrirtækjasmiðju Ungra fjölmkvöðla 2024. Fyrirtækjasmiðjan er áfangi á vegum Ungra Frumkvöðla sem kenndur er á þriðja ári. Í áfanganum stofna nemendur fyrirtæki í byrjun annar og starfrækja í þrjá mánuði. Það var fyrirtækið Netaprent, sem var stofnað í upphafi árs af fjórum nemendum Verzlunarskóla Íslands, þeim Andra Clausen, Erik Gerritsen, Markúsi Heiðari Ingasyni og Róberti Luu, sem bar sigur úr býtum og var valið fyrirtæki ársins 2024. Netaprent framleiðir þrívíddarprentefni sem er unnið úr notuðum fiskinetum. Netaprent mun keppa fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla sem fram fer í Cataniu, Sikiley dagana 2.-4. júlí. Fleiri fyrirtæki frá Verzló hlutu einnig verðlaun: Routina – frumlegasti sölubásinn Frími – öflugasta sölustarfið Netaprent – áhugaverðasta nýsköpunin Frími – Samfélagsleg nýsköpun Hemo growth – besti sjó-bissnessinn Útilausnir – besta hönnunin Skólinn óskar öllum vinningshöfunum innilega til hamingju með árangurinn!