30.08.2023 Fyrrverandi nemandi VÍ fékk styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ Á þriðjudaginn síðastliðinn tók fyrrverandi nemandi Verzlunarskólans, Alexander K. Bendtsen, við styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Styrkir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum. Verzlunarskólinn óskar honum til hamingju.