Gjöf frá afmælisárangi 40. ára stúdenta

Skólanum barst gjöf frá afmælisárgangi 40 ára stúdenta, útskrifuðum 1984.

Gjöfin var veglegur styrkur, 400.000 kr. sem rennur í Nemendasjóð Verzlunarskóla Íslands. Nemendasjóður Verzlunarskóla Íslands var stofnaður árið 1908. Í skipulagsskrá fyrir sjóðinn stendur m.a. Tilgangur sjóðsins er að styrkja þá nemendur Verzlunarskóla Íslands, sem koma frá efnaminni heimilum til að halda áfram námi við skólann. Nemendur geta sótt um niðurfellingu skólagjalda að hluta eða öllu leyti. Nemendum er bent á að hafa samband við Kristínu Huld Gunnlaugsdóttur námsráðgjafa varðandi frekari upplýsingar.

Skólinn þakkar kærlega fyrir gjöfina.

Aðrar fréttir