03.12.2024 Góðgerðaráð NFVÍ safnaði 7,5 milljónum í minningarsjóð Bryndísar Klöru Birgir og Iðunn, foreldrar Bryndísar Klöru, heimsóttu Verzlunarskóla Íslands í gær þar sem þeim var afhent vegleg peningaupphæð sem safnaðist í minningarsjóð dóttur þeirra. Upphæðin, alls 7,5 milljónir króna, var afrakstur góðgerðartónleika sem nemendur í Góðgerðaráði NFVÍ stóðu fyrir í Háskólabíói. Markmið minningarsjóðsins er að styðja verkefni og aðgerðir sem leggja áherslu á aukna velferð og öryggi ungs fólks í íslensku samfélagi.