07.02.2024 Góðgerðarvika Í þessari viku fer árleg góðgerðarvika fram þar sem fé er safnað til styrktar börnum á Gaza svæðinu. Nemendur leggja ýmislegt á sig til að leggja málefninu lið og framkvæma ýmiskonar áskoranir. Nú þegar hafa ýmsar áskoranir farið fram, til að mynda tóku Málfó strákarnir að sér afgreiðslu í Matbúð. Anna og Andrea “skiptu” um skóla í einn dag og gerðust MR-ingar og Nemó hópurinn gekk um skólann með sundgleraugu í heilan dag. Vikan er hins vegar bara rétt hálfnuð og því margar áskoranir framundan. Í nótt munu nokkrir drengir gista í skólanum. Þá munu þeir, Jörundur, Kári og Kolli koma sér í skólann á fimmtudagsmorgunn á heldur óvenjulegan hátt en þeir munu rúlla sér á skrifborðsstól heiman frà sér. Að lokum er GVÍ búið að heita því að fá sér tattoo á föstudaginn ef ein milljón króna safnast. Það er um að gera að styrkja þetta góða málefni með því að leggja inn á reikning góðgerðarvikunnar kt. 441079-0609 reikningsnúmer: 0515-26-2591. Hægt er að fylgjast með áskorunum á eftirfarandi samfélagsmiðlunum: Facebook: Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands Instagram: gvi_verzlo Starfsmenn skólans eru afar stoltir af þessu flotta verkefni nemenda.