Gönguferð í góða veðrinu

Það var blíðskaparveður þegar nemendur og starfsfólk Verzlunarskóla Íslands fóru í dag í heilsugöngu um hverfið í kringum skólann. Eins og áður er gangan liður í verkefninu heilsuefling framhaldsskóla, en hreyfing er í forgrunni verkefnisins skólaárið 2012/2013.

Í stað hefðbundinna 60 mínútna kennslustunda fyrir hádegi var kennt í 50 mínútur til að rýma fyrir hálftíma göngu í síðasta tímanum fyrir hádegi. Óhætt er að segja að gangan hafi heppnast vel, enda ekki hægt að kvarta yfir veðrinu sem var, eins og áður segir, eins og best verður á kosið.

Smellið á myndirnar til að stækka þær.

"IMG_0016" "IMG_0026" "IMG_0029" "IMG_0030"

"IMG_0031" "IMG_0039" "IMG_0041" "IMG_0042"

"IMG_0044" "IMG_0048" "IMG_0050" "IMG_0052"

"IMG_0054" "IMG_0057"

Aðrar fréttir