Gríðarleg spenna í kvistboltamóti Verzló

Miðvikudaginn 6. nóvember fór fram hið árlega kvistboltamót Harry Potter áfangans í Verzló.

Keppt var samkvæmt innanhúsreglum sem byggja á alþjóðareglum kvistbolta (quadball), sem á rætur sínar að rekja til quidditch leiksins úr Harry Potter bókunum.

Í fyrsta leik áttust við Gryffindor og Slytherin í æsispennandi viðureign sem endaði með naumum sigri Gryffindor. Næst mættust lið Hufflepuff og Ravenclaw, þar sem Ravenclaw sigraði með nokkrum yfirburðum, þökk sé snörpum og markvissum leik.

Úrslitaleikurinn var á milli Gryffindor og Ravenclaw, þar sem lið Ravenclaw sýndi á ný yfirburði á vellinum og tryggði sér sigurinn.

Þorsteinn úr 3R náði gullnu eldingunni og var frammistaða hans með afbrigðum góð.

Aðrar fréttir