12.04.2012 Hagfræðinemendur heimsóttu Seðlabankann Miðvikudaginn 28. mars fóru nemendur í 6. bekk á hagfræðibraut í heimsókn í Seðlabanka Íslands. Í heimsókninni fengu þeir fræðslu um hlutverk og starfsemi bankans. Þá fengu nemendur að skoða húsakynni bankans og fræðast um sögu bankastarfsemi á Íslandi. Nemendum gafst einnig kostur á að spyrja spurninga og sköpuðust líflegar umræður um hin ýmsu mál er tengjast starfsemi Seðlabankans.