Heimsókn náms- og starfsráðgjafa – kynning á nýju námsfyrirkomulagi

Rúmlega 30 náms- og starfsráðgjafar sem starfa í grunnskólum landsins heimsóttu Verzlunarskólann í dag þar sem fram fór kynning á nýju námsfyrirkomulagi en frá og með haustinu 2015 verður kennt samkvæmt nýrri námskrá við skólann og munu nemendur þá útskrifast með stúdentspróf á þremur árum. Boðið verður upp á fjórar námsbrautir til stúdentsprófs en þær eru alþjóðabraut, lista- og nýsköpunarbraut, náttúrufræðibraut og viðskiptabraut. Með því að smella á tengilinn hér að neðan er hægt að nálgast nánari upplýsingar um stúdentspróf á þremur árum.


Stúdentspróf á þremur árum

Aðrar fréttir