Heimsókn nemenda Alþjóðadeildar í hjarta Evrópusambandsins

 

„Ef ég hefði valið að fara ekki í þessa ferð hefði mér fundist ég missa af mjög mikilvægri upplifun“. Þetta sagði einn þeirra nemenda af alþjóðabraut Verzlunarskóla Íslands sem 12. september síðastliðinn lögðu leið sína til Brussel höfuðborgar Belgíu í þeim tilgangi að fræðast um og fá innsýn í Evrópusambandið og samningaferli Íslands við sambandið.

Eftir fyrirlestra í Evrópuþinginu, Ráðherraráðinu, Framkvæmdanefndinni (sem eru aðalstofnanir Evrópusambandsins), EFTA og Íslenska Sendiráðinu voru nemendur sammála um að þeir hefðu fengið góða innsýn í markmið, sögu og framtíðarsýn Evrópusambandsins. Þeir yfirgáfu Brussel því með nýja vitneskju í farteskinu sem á eflaust eftir að reynast þeim ákaflega gagnleg.

Ferðin heppnaðist vel í alla staði. Veðrið gerði það að verkum að hægt var að rölta um götur Brussel þegar ekki var verið að fræðast um málefni Evrópu og í lokin var farið í menningarferð til fallega miðaldabæjarins Brugge þar sem rölt var um þröngar steinlagðar götur bæjarins og dáðst af hinum mörgu undurfögru byggingum.

"

Alsælir nemendur ferðarinnar

 

 

Aðrar fréttir