
Heimsókn sálfræðinema í HR
Hluti nemenda í sálfræðivali heimsótti Háskólann í Reykjavík í dag.
Þar fengu þau m.a. kynningu á sálfræðináminu og heyrðu af spennandi rannsóknum í réttarsálfræði og rannsóknum á áhrifum samfélagsmiðla á heilastarfsemi. Auk þess fengu þau kynningu á starfsemi svokallaðs Sport lab, þar sem unnið er að fjölbreyttum rannsóknum sem miða að því að mæla og bæta líkamlega frammistöðu íþróttafólks. Heimsóknin var í senn áhugaverð og skemmtileg.