Hópur nemenda í Danmörku

Dagana 1.– 7. september sl. dvaldi hópur nemenda á öðru ári í Óðinsvéum og tók þátt í sameiginlegu verkefni Verzlunarskólans, menntaskólans í Kambsdal í Færeyjum og Tietgen-verslunarmenntaskólans í Óðinsvéum.

Nemendurnir gistu á dönskum heimilum ásamt færeyskum menntaskólanemum. Dagskrá dönsku gestgjafanna var óvenju fjölbreytt en nemendur heimsóttu meðal annars safn H.C. Andersens, Nordatlantisk hus, dýragarðinn í Odense, höllina í Nyborg  og sóttu fjölda fyrirlestra um félagslega sjálfbærni. Nemendur fóru í minigolf, folf, sáu GOG og Odense handboltaliðin spila bæði hjá strákunum og stelpunum, heimsóttu ströndina í Kerteminde  og  þannig mætti lengi telja.

Þetta skemmtilega verkefni hófst í apríl þegar okkar nemendur fóru til Færeyja og svo eiga þau öll eftir að koma í heimsókn til okkar í janúar.

Dagskráin fór að mestu leyti fram á dönsku og gengu samskiptin vel. Nemendur Verzlunarskólans voru skólanum til mikils sóma og nutu samverunnar með dönskum og færeyskum félögum. Með í för voru Hulda Hvönn Kristinsdóttir stærðfræðikennari og Katrín Jónsdóttir dönsku- og lífsleiknikennari.

Aðrar fréttir