28.08.2012 Hreyfing er málið Eins og áður hefur komið fram tekur Verzlunarskóli Íslands þátt í átakinu um heilsueflandi framhaldsskóla og hlaut eins og frægt er orðið Gulleplið fyrir frammistöðu sína í átakinu í fyrra. Síðasta skólaár var áhersla lögð á bætt mataræði nemenda (og starfsmanna) en í ár verður áherslan lögð á hreyfingu. Líkt og í fyrra virðist starfsfólk VÍ taka verkefninu fagnandi. Nýverið mátti t.d. sjá nemendur 3-T í löngum göngutúr með umsjónarkennara sínum, Ástu Henriksen. Í upphafi skólaárs er nauðsynlegt fyrir nýnema að kynnast bekknum sínum og brá Ásta á það ráð í fyrsta lífsleiknitíma vetrarins að láta tvo og tvo rölta saman og spjalla og á tveggja mínútna fresti fluttu þeir sem voru hægra megin sig fram um einn mann. Þannig fengu nemendur ekki bara góðan göngutúr, heldur kynntust þeir bekkjarfélögum sínum betur í leiðinni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum virtist hópurinn skemmta sér vel saman. Smellið á myndirnar til að stækka þær