14.11.2012 Íþróttavika NFVÍ Nú stendur yfir íþróttavika NFVÍ. Í vikunni geta nemendur spreytt sig á ýmsum íþróttagreinum eins og t.d. bekkpressukeppni, bandí, borðtennis, hástökki, jóga o.fl.. Þá setja nemendur upp bæði tísku- og danssýningu. Árlegur viðburður íþróttavikunnar er fótboltaleikur á milli stjórnar NFVÍ og kennara skólans sem fór fram í gær og eins og undanfarin ár báru kennarar skólans sigur úr býtum. Vikunni líkur svo á föstudaginn þegar nýjasti þáttur 12:00 verður sýndur á marmaranum.