08.10.2013 Íþróttavika NFVÍ Nú stendur yfir árleg íþróttavika NFVÍ. Boðið er upp á fjölbreytta íþróttaviðburði eins og jóga, box, borðtennismót, limbókeppni og diskókeilu. Í dag fór fram fótboltaleikur á milli stjórnar NFVÍ og kennara skólans en eins og undanfarin ár báru kennarar skólans sigur úr býtum.