Kærleikurinn í brennidepli á Forvarnardeginum

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, heimsótti Verzlunarskóla Íslands í tilefni Forvarnardagsins 2024, sem haldinn var í 19. sinn í gær.

Í skólanum var haldin hringborðsumræða þar sem þátttakendur voru slembiúrtak bekkjarfulltrúa, fulltrúar foreldrafélagsins, kennarar og starfsmenn skólans. Viðfangsefni umræðunnar á hringborðinu var kærleikurinn og hvernig við getum gert hann að okkar eina vopni.

Verzlunarskóli Íslands vill færa sérstakar þakkir öllum þeim sem tóku þátt í Forvarnardeginum og lögðu sitt af mörkum til að gera hann eins vel heppnaðan og jákvæðan og raun bar vitni.

Aðrar fréttir