Kynning fyrirforráðamenn nýnema

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema verður haldinn mánudaginn 29. ágúst klukkan 20:00 í húsakynnum skólans.

Á fundinum verður kynning á skólastarfinu, náminu og félagslífi nemenda.

Tölvupóstur var sendur í gær, þriðjudag, til forráðamanna nýnema. Notast var við netföng sem gefin voru upp í Menntagátt þegar nemendur sóttu um skólavist.

Þeir forráðamenn sem ekki fengu póst geta bætt sér á póstlistann með því að senda tölvupóst á verslo@verslo.is og gefa upp nafn nemanda.

Aðrar fréttir