Kynningarfundur NGK – opið fyrir umsóknir

Verzlunarskóli Íslands og þrír aðrir menntaskólar á Norðurlöndum standa saman að 3ja ára námi til stúdentsprófs af náttúrufræðibraut þar sem sérstök áhersla er lögð á norðurskautstækni. Námið fer fram í Danmörku, Færeyjum, Íslandi og Grænlandi.

Kynningarfundur um námið verður haldinn í húsnæði Verzlunarskólans þriðjudaginn 13. febrúar klukkan 15:30.

Nemendur á öðru ári eru staddir á Íslandi en þeir stunda nám við Versló á þessari önn eftir að hafa verið í Færeyjum á haustönn. Nemendur á fyrsta ári í náminu stunda sitt nám í Danmörku allt fyrsta árið. Á þriðja og síðasta árinu stunda nemendur nám sitt á Grænlandi í GUX, Sisimiut.

Nánari upplýsingar um námið má finna hér á vef skólans: Norður-Atlantshafsbekkurinn.

Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. mars 2024. Íslenskir nemendur senda inn umsókn á verslo@verslo.is og post@gribskovgymnasium.dk. Umsóknin þarf að vera á dönsku og þar segja nemendur frá sjálfum sér, hvað þeir hafa gert fyrir utan námið og láta fylgja með einkunnir og umsagnir ef einhverjar eru fyrir hendi.
Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið verslo@verslo.is.

Aðrar fréttir