Málflutningur í lögfræðitímum

Nemendur í lögfræði á viðskiptabrautum skólans fluttu á dögunum tvö mál fyrir dómi, annars vegar var um að ræða mál er varðaði galla í stiga og hins vegar rangar verðmerkingar á armbandsúri. Nemendur skiptu sér í lið stefnenda, stefndu og dómara, sömdu stefnur, greinargerðir og ýmis málskjöl og settu sig í hlutverk vitna og málflytjenda. Loks var málið flutt og dómur féll viku síðar. Aðalmeðferð þótti takast óvenju vel að þessu sinni en mikil spenna ríkti í „réttarsal“ og hart var tekist á. Vitni þóttu sérlega sannfærandi og málflutningur flestra lögmanna skörulegur. 

Aðrar fréttir