
Marmarinn fylltist af áhugasömum nemendum á Háskóladeginum
Það var líf og fjör á Marmaranum þegar útskriftarnemendur og nemendur á öðru ári komu saman til að kynna sér fjölbreytt námsframboð á Háskóladeginum.
Þátttaka var afar góð, enda frábært tækifæri fyrir nemendur til að kynna sér fjölbreytt val og velta fyrir sér framtíðarmöguleikum sínum. Fulltrúar háskólanna og annarra stofnanna kynntu spennandi námsleiðir, gáfu hagnýtar upplýsingar um skólaval og svöruðu spurningum nemenda sem veltu fyrir sér næstu skrefum.
Verzlunarskólinn þakkar öllum þeim sem tóku þátt í þessum vel heppnaða degi.