Með ruslapoka í hönd og bros á vör: Umhverfisdagur Verzlunarskólans

Í gær tóku nemendur og starfsfólk Verzlunarskóla Íslands höndum saman og lögðu sitt af mörkum til að fegra umhverfi skólans í tilefni umhverfisdags.

Nemendur fóru út á skólalóð og unnu saman að ýmsum verkefnum: þrifu glugga, sópuðu götur, tíndu upp rusl, hreinsuðu tjörnina og sinntu ýmsum tiltektarstörfum. Einnig var farið út fyrir skólalóðina og Kringlulóðin hreinsuð af rusli, þar sem hópar nemenda unnu af krafti og með gleði.

Að lokinni vinnu var öllum boðið upp á bakkelsi – ljúffengar veitingar sem fyrirtækin Brikk og Sandholt gáfu að gjöf. Bakkelsið hefði annars farið til spillis, en með þessu var jafnframt vakin athygli á mikilvægi þess að sporna gegn matarsóun.

Þátttaka nemenda var afar góð og stemningin á meðal þeirra jákvæð. Umhverfisdagurinn er orðin fastur liður í starfi skólans og minnir á að með sameiginlegu átaki má gera góða hluti – fyrir bæði samfélagið og jörðina.

Aðrar fréttir