
Menntabúðir
Nýlega fóru fram menntabúðir í skólanum þar sem kennarar og aðrir starfsmenn komu saman til að miðla af reynslu sinni og þekkingu, auk þess að sækja sér innblástur og fróðleik frá öðrum þátttakendum.
Gestir gátu rölt á milli tólf mismunandi stöðva þar sem kynnt voru fjölbreytt og áhugaverð viðfangsefni– allt frá nýstárlegum kennsluaðferðum og spennandi forritum til þjónustu sem stoðdeildir skólans bjóða upp á.
Menntabúðirnar reyndust bæði fræðandi og skemmtilegar og gáfu þátttakendum tækifæri til að efla tengsl og deila hugmyndum.