19.01.2015 Nemendaheimsókn til Genf Nemendur eðlisfræðibekkja fóru nýlega í vísindaferð til CERN í Genf þar sem róteindahraðallinn LHC var skoðaður í návígi og hinn risavaxni CMS-öreindanemi, sem er á 100 metra dýpi, var heimsóttur. Nemendur fengu mjög góða leiðsögn og margs konar fræðslu hjá vísindamönnum í stjórnstöð þessarar stærstu rannsóknarstofu Evrópu.