24.02.2025 Nemendamótsnefnd setur upp sýninguna Stjarnanna borg Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands kynnir söngleikinn Stjarnanna borg. Leikstjórar og höfundar eru Mikael Emil Kaaber og Tómas Arnar Þorláksson. Stjarnana Borg fjallar um heimsfrægu ástarsöguna á milli Míu og Sebastian, þar sem draumar og raunveruleikinn takast á hvort við annað – og ástin og ferillinn sömuleiðis. Um er að ræða fyrsta skiptið sem þessi víðfrægi söngleikur er settur á svið á Íslandi. Söngleikurinn er sýndur í íþróttasal skólans og er gengið inn í salinn að framan, lengst til vinstri á móti Kringlunni. Foreldrar og aðrir forsjáraðilar eru hvattir til þess að mæta á sýninguna og taka aðra fjölskyldumeðlimi með, enda sýningin góður vitnisburður um þróttmikið og heilbrigt félagslíf skólans. Miðabókanir er hægt að nálgast hér.