Nemendur Verzlunarskólans upplifðu menningu og sögu Grikklands

Dagana 23.–28. september fóru sjö stúlkur af eðlisfræðibraut á öðru og þriðja ári í námsferð til grísku eyjarinnar Kos ásamt tveimur kennurum.

Tilgangur ferðarinnar var að fræðast um gríska menningu og kanna menningarmun á milli Grikklands og Íslands.

Stúlkurnar dvöldu á heimilum grískra nemenda og fengu dýrmæta innsýn í daglegt líf Grikkja og matarmenningu. Á ferð sinni gengu þær um miðbæ Kos, þar sem þær skoðuðu fjölmargar sögulegar minjar frá mismunandi tímabilum. Eyjan Kos hefur verið undir stjórn bæði Tyrkja og Ítala, en er einnig fræg fyrir að vera fæðingarstaður Hippókratesar. Á eyjunni má enn sjá leifar af fyrsta sjúkrahúsi heimsins.

Ferðin bauð upp á fjölbreytta upplifun, þar sem stúlkurnar heimsóttu meðal annars vínekru og fengu kynningu á framleiðslu ólífuolíu. Þær fóru einnig í Plaka skóginn, þar sem þær sáu páfugla og þar lögðu nemendur sitt af mörkum til umhverfisins með því að tína rusl.

Síðasti degi ferðarinnar var eytt í höfuðborginni Aþenu, þar sem Akrópólishæðin var heimsótt.

Ferðin var afar lærdómsrík þar sem stúlkurnar fóru heim með aukinn skilning á bæði sögu og menningu Grikklands, ásamt ómetanlegum minningum.

 

Aðrar fréttir