05.10.2021 Nýnemaball Nemendafélagið stendur fyrir nýnemaballi miðvikudaginn 6. október. Ballið verður í Kaplakrika og stendur frá klukkan 21:00 til 01:00. Páll Óskar, Aron Can og DJ Dóra Júlía eru meðal listamanna sem munu halda uppi stuðinu á ballinu. Allir sem mæta á ballið þurfa að sýna fram á neikvætt Covid próf. Til að auðvelda nemendum aðgengi að skimun er boðið upp á skimun hér í skólanum auk þess sem nemendur geta farið á þá staði sem bjóða upp á viðurkennd hraðpróf. Afhending á ballmiðum sem eru í formi armbanda fer fram á morgun hér í skólanum og eingöngu þeir sem geta sýnt fram á neikvætt Covid hraðpróf sem tekið er í dag eða á morgun fá miða í sínar hendur. Undanfarin ár hafa dansleikir okkar farið mjög vel fram og nemendur verið til fyrirmyndar. Til þess að forðast allan troðning fyrir utan staðinn eiga nemendur að mæta skv. eftirfarandi tímatöflu: 1. ár mætir milli 21:00 og blæs í áfengismæli2. ár mætir milli 21:203. ár mætir milli 21:40 húsið lokar stundvíslega klukkan 22:30 Edrúpotturinn verður á sínum stað og eru allir nemendur hvattir til að blása í áfengismæla. Veglegir vinningar eru í edrúpottinum á þessari fyrstu stóru skemmtun nemendafélagsins. Það er skólinn og foreldrafélagið sem gefa vinninga í pottinn. Á meðal vinninga eru tilboð aldarinnar á Búllunni, 10 máltíða kort í Matbúð, 15.000 kr. banka kort og 15 þús. kr. inneign í Spútnik. Þá verður þeim bekk (á 2. og 3. ári) þar sem flestir blása boðið upp á pizzaveislu. Gleðin stendur yfir til klukkan 01:00 í Kaplakrika. Við hvetjum forráðamenn til að sækja sína krakka að loknu balli. Frí er í skólanum í fyrsta tíma á fimmtudaginn. Kennsla hefst því samkvæmt stundaskrá klukkan 9:25.