Opið hús

Fimmtudaginn 9. mars opnum við dyr skólans og bjóðum nemendum í 10. bekk í heimsókn. Boðið er upp á klukkutíma kynningu á námi skólans og félagslífi þess auk þess sem hin vinsæla Verslólest leiðir gesti um húsakynni skólans.

 

Þann 1. mars hefst skráning fyrir þá nemendur sem vilja kynnast skólanum betur (skráningarlisti verður aðgengilegur 1. mars klukkan 15:00 á vef skólans). Við hvetjum áhugasama til að nota þetta tækifæri til að kynna sér betur það sem skólinn hefur upp á að bjóða og fá svör við spurningum sínum.

Miðvikudaginn 29. mars verður þeim sem ekki komast núna í mars boðið í heimsókn. Skráning og nánari upplýsingar um þann dag verða auglýst síðar.

Aðrar fréttir