Parísarferð

Dagana 23. til 28. janúar fór 24 manna nemendahópur sem er með frönsku sem 3. tungumál ásamt kennara og námsráðgjafa til Parísar.

Heimsóttur var menntaskólinn Lycée Albert de Mun í 7. hverfi borgarinnar og áttu nemendur í samskiptum við jafnaldra sína í skólanum, unnu verkefni og fengu innsýn og upplifun í það hvernig það er að vera í frönskum menntaskóla. Nemendur fóru síðan í skoðunarferðir víðs vegar um borgina.
Parísardaman leiddi nemendur um Mýrina fræddi þau um sögur og byggingar borgarinnar, farið var í Louvre, Sigurbogann, gengið var að Sacré Cœur og yfir að Place du Tertre og þaðan niður Montmartre hæðina, farið að Operu Garnier og í Musée d‘Orsay.

Ferðin heppnaðist einstaklega vel og var nemendum bæði lærdómsrík og fræðandi.

Aðrar fréttir