30.01.2023 Parísarferð Dagana 23. til 28. janúar fór 24 manna nemendahópur sem er með frönsku sem 3. tungumál ásamt kennara og námsráðgjafa til Parísar. Heimsóttur var menntaskólinn Lycée Albert de Mun í 7. hverfi borgarinnar og áttu nemendur í samskiptum við jafnaldra sína í skólanum, unnu verkefni og fengu innsýn og upplifun í það hvernig það er að vera í frönskum menntaskóla. Nemendur fóru síðan í skoðunarferðir víðs vegar um borgina. Parísardaman leiddi nemendur um Mýrina fræddi þau um sögur og byggingar borgarinnar, farið var í Louvre, Sigurbogann, gengið var að Sacré Cœur og yfir að Place du Tertre og þaðan niður Montmartre hæðina, farið að Operu Garnier og í Musée d‘Orsay. Ferðin heppnaðist einstaklega vel og var nemendum bæði lærdómsrík og fræðandi.