Peysó – fimmtudaginn 4. maí

Peysufatadagur nemenda á 2. ári fer fram fimmtudaginn 4. maí.

Dagskrá dagsins er eftirfarandi:

Tími Dagskrá
9:00 Nemendur mæta í skólann þar sem athöfn fer fram.
12:00 Nemendur leggja af stað gangandi frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og sem leið liggur á Ingólfstorg.
12:20 Nemendur dansa við undirspil á Ingólfstorgi.
13:00 Nemendur fara í hópmyndatöku við Háskóla Íslands.
14:00 Matur í Gullhömrum.

Um kvöldið er árgangaball hjá nemendum sem kallað er peysóball þó svo að enginn mæti í peysufötum þangað. Við hvetjum forráðamenn til að koma niður í bæ og fylgjast með hópnum þegar hann gengur niður Skólavörðustíginn og dansar á Ingólfstorgi.

Aðrar fréttir