Peysufatadagurinn

Peysufatadagur Verzlunarskóla Íslands er haldinn hátíðlegur í dag.

Eftir skemmtilega dagskrá í Bláa sal skólans var haldið niður í miðbæ þar sem nemendur gengu frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og stigu svo dans á Ingólfstorgi. Eftir dansinn fóru nemendur í hópmyndatöku við Háskóla Íslands og enduðu svo á hádegisverði í Gullhömrum. Dagskránni lýkur með dansleik í kvöld.

Við óskum nemendum á öðru ári til hamingju með daginn.

Aðrar fréttir