Prófsýning, endurtektarpróf og upphaf næstu annar

Fimmtudaginn 7. desember klukkan 16:00 lokar fyrir einkunnasýn nemenda á INNU.

Próftöflur

Próftöflur dagskóla og fjarnáms eru aðgengilegar á heimasíðu skólans og bendum við á að skoða vel tímasetningu fyrir hvert próf. Nemendur sjá einnig í INNU yfirlit yfir lokapróf sín.

Opnunartími bókasafnsins

Opnunartími bókasafnsins og skólans á prófatíma er lengdur og má finna allar upplýsingar hér.

Birting einkunna

Opnað verður fyrir námsmat nemenda í INNU þriðjudaginn 19. desember klukkan 20:00. Þann dag geta nemendur einnig séð stundatöflu vorannar og bókalista.

Prófsýning

Prófsýning verður haldin í skólanum miðvikudaginn 20. desember frá klukkan 8:30 til 9:45. Nemendur geta þá komið og hitt kennara sína og skoðað lokapróf og annað námsmat úr áföngum annarinnar. Prófsýning fjarnáms er á sama tíma. Þeir nemendur sem þurfa að endurtaka áfanga eru sérstaklega hvattir til að koma og taka mynd af prófúrlausn sinni. Ef nemandi sem fellur á lokaprófi kemst ekki á prófsýningu getur hann haft samband við sinn kennara fyrir prófsýningardaginn og óskað eftir að fá afrit af lokaprófi sent í tölvupósti.

Endurtektarpróf

Þeir nemendur sem ekki ná tilskildum árangri í einstaka greinum eru sjálfkrafa skráðir í endurtektarpróf í janúar. Við minnum á skólareglur varðandi námsframvindu en þar segir að nemandi hafi þrjú tækifæri til að ljúka áfanga, endurtektarpróf í janúar er tækifæri númer 2, hvort sem nemandinn nýtir endurtökuréttinn eða ekki. Þeir sem ekki ná að ljúka áfanga í endurtöku þurfa að skrá sig í fjarnám skólans í viðkomandi áfanga og taka hann samhliða dagskólanum á vorönn. Endurtektarpróf fara fram 3., 4. og 5. janúar. Próftafla endurtektarprófa verður birt á heimasíðu skólans 20. desember.

Upphaf næstu annar

Skólastarf hefst aftur 4. janúar með kennslu samkvæmt stundaskrá.

 

Gangi ykkur vel á lokaspretti annarinnar.

Aðrar fréttir