
Rithöfundurinn Kim Leine í netspjalli við NGK-bekkinn
Miðvikudaginn 9. apríl áttu nemendur í NGK-bekknum netfund með dansk-norska rithöfundinum Kim Leine, sem telst nú einn þekktasti og áhrifamesti höfundur Danmerkur.
Hann er einkum þekktur fyrir Grænlandsþríleik sinn, en fyrstu tvær bækur þríleiksins hafa verið þýddar á íslensku. Fyrsta bók hans, Kalak, fjallar um erfiðan uppvöxt og lífsreynslu hans sem útlendingur í Grænlandi.
Fundurinn var haldinn í tengslum við enskuverkefni bekkjarins um málefni norðurslóða. Má segja að fundurinn hafi verið óbeint framhald áhugaverðrar ráðstefnu sem haldin var nýverið með Boga Ágústssyni og Sævari Helga Bragasyni.
Nemendur voru vel undirbúnir með fjölbreyttar og góðar spurningar, þar sem grænlenskir nemendur áttu flest innlegg. Kim Leine svaraði opinskátt og ræddi meðal annars þá sérstöku stöðu sem Grænlendingar búa við í dag, meðal annars í kjölfar yfirlýsinga frá forseta Bandaríkjanna um landið. Hann var á því að staða Grænlands gagnvart Danmörku gæti ekki haldist óbreytt og vildi helst að það yrði komið á einhvers konar ríkjasambandi í anda breska samveldisins.
Leine tók undir ábendingar nemenda um ósanngjarnar staðalmyndir Dana af Grænlendingum og lýsti sérstaklega hlýju og nánu sambandi sínu við grænlenskt samfélag. Þegar hann var spurður út í það hvernig væri að skrifa opinskátt um viðkvæma reynslu, líkt og hann gerir í Kalak, sagðist hann telja það besta sem hann hefði gert á ævinni. Aðspurður um hvernig það væri að opinbera viðkvæma lífsreynslu líkt og hann gerir í Kalak þá sagði hann að það væri það besta sem hann hefði gert á ævinni og að ef maður burðaðist með alla reynslunna og erfiðleikanna og segði aldrei frá myndi maður enda eins og Gollum í Hringadrottinssögu!
Fundurinn var skipulagður af Ármann Halldórssyni enskukennara. Fundurinn fór fram á dönsku, sem allir viðstaddir skildu, en Kim Leine talar einnig grænlensku.