11.11.2014 Rómeyja og Júlía Listafélag Verzlunarskóla Íslands setur upp leiksýningu í hátíðarsal skólans ár hvert. Mikill metnaður er lagður í uppsetninguna og ekki síður í leikmyndina en nemendur sjá alfarið um hana sjálfir. Leikverkið sem listanefndin valdi að þessu sinni til uppsetningar er nútímaleg uppfærsla á frægasta ástarharmleik allra tíma eftir William Shakespeare. Þrátt fyrir að varpa nýju ljósi á kynjahlutverk í verkinu heldur Rómeyja og Júlía tryggð við söguþráðinn, sem er um tvo unga einstaklinga sem upplifa forboðna ást vegna óskiljanlegs fjölskyldurígs. Leikstjóri verksins er Bjarni Snæbjörnsson og notast var við handrit eftir Hallgrím Helgason. Við hvetjum fjölskyldur nemenda eindregið til þess að koma og njóta saman metnaðarfullrar leiksýningar á vægu verði. Leikritið var frumsýnt 7. nóvember en næstu sýningar eru: 9. Nóvember – 2. sýning 11. Nóvember – 3. sýning 13. Nóvember – 4. sýning 15. Nóvember – 5. sýning 17. Nóvember – 6. sýning 19. Nóvember – 7. sýning 21. Nóvember – 8. sýning 22. Nóvember – 9. sýning 24. Nóvember – lokasýning Hægt er að kaupa miða á midi.is.