06.10.2014 Ryoichi Higuchi, japanskur tónlistarmaður á Marmaranum Ryoichi Higuchi er japanskur tónlistarmaður sem kominn er til landsins til þess að halda tónleika en hann hefur helgað sig tónlistinni. Ryoichi, sem er vel þekktur í heimalandi sínu, Japan, á sér einnig sinn aðdáendahóp á íslandi en áhugafólk um japanska samtímatónlist ætti að þekkja til hans verka. Ryoichi kom í hádeginu í dag og söng nokkur vel valin lög fyrir nemendur skólans.